Home » Breytingar á samningum um viðskiptavakt


Vátryggingafélag Íslands hf. (VÍS) hefur gert breytingar á samningum við Kviku banka hf. annars vegar og Arion banka hf. um viðskiptavakt á hlutabréfum útgefnum af félaginu. Breytingarnar taka gildi þann 1. september 2021 og eru til komnar vegna innleiðingar á MiFID II tilskipuninni, sem tekur gildi sama dag, og breytinga er verða á verðskrefum hlutabréfa VÍS í kjölfarið.

Í samningum við báða aðila var áður mælt fyrir um að hámarksverðbil kaup- og sölutilboða væri 1,5%. Breytingin felur í sér að nú skal verðbil kaup- og sölutilboða ákvarðað með hliðsjón af verðskrefatöflu Kauphallarinnar eins og hún er hverju sinni, þannig að verðbil verði sem næst 1,5% en þó ekki minna en 1,45%. Þó skal viðskiptavaka vera heimilt að fara tímabundið undir framangreint viðmið s.s. vegna aðstæðna sem skapast vegna verðskrefatöflu Kauphallarinnar.

Að öðru leyti gilda sömu skilmálar um tilhögun á viðskiptavakt.Source link

Related Posts

Leave a Comment

This website uses cookies to improve your experience. We'll assume you're ok with this, but you can opt-out if you wish. Accept Read More