Home » Reykjavíkurborg: Áætluð lántaka árið 2021


Samkvæmt samþykktri fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 var gert ráð fyrir að borgarsjóður tæki lán á árinu 2021 fyrir allt að 34.400 m.kr vegna framkvæmda og reksturs. Nú er gert ráð fyrir að lántaka ársins verði um 25.000 m.kr.

Við vinnslu á útkomuspá ársins vegna undirbúnings fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022 lítur út fyrir að lántaka borgarsjóðs verði ekki eins mikil og áætlað var og gerir fjármála- og áhættustýringarsvið nú ráð fyrir því að lántaka ársins 2021 verði um 25.000 m.kr. Skýringuna má rekja til þess að tekjur borgarinnar eru hærri en gert var ráð fyrir og framvinda fjárfestinga er hægari en gert var ráð fyrir samkvæmt fjárhagsáætlun. Gert er ráð fyrir að fjárfestingar séu að færast til í tíma sem verður kynnt með frumvarpi að fjárhags- og fimm ára áætlun 2022-2026.

Nánari upplýsingar gefur:
Halldóra Káradóttir
Sviðsstjóri Fjármála- og áhættustýringarsviðs Reykjavíkurborgar
Sími: 411-1111
Netfang: halldora.karadottir@reykjavik.isSource link

Related Posts

Leave a Comment

This website uses cookies to improve your experience. We'll assume you're ok with this, but you can opt-out if you wish. Accept Read More